Hvað er þrívíddarprentun
Þrívíddarprentun, líka þekkt sem viðbætandi framleiðsla, er framleiðsluferli þar sem þrívíddarprentari býr til hluti í þrívídd með því að setja saman efni lag eftir lag í samræmi við þrívíddarmódel hlutsins.
Hvers vegna þrívíddarprentun
Þrívíddarprentun er besta leiðin til að búa til hluti í þrívídd því að þrívíddarprentun gerir manni kleift að búa til hluti sem væri ómögulegt að gera með hefðbundnum aðferðum eða annarri tækni.
Efni sem er hægt að nota í þrívíddarprentun eru plastefni, málmar, keramik, leir, sílíkon, matur, líkamsvefir, gler og fleira, en listinn lengist í sífellu.
Hlutir sem er hægt að prenta í þrívídd er allt frá smásjárstærð upp í mannabústaði og í stærra umfang.
Hvar er þrívíddarprentun notuð
-
Tísku – Föt, fylgihlutir, skór og skartgripir og fleira er hægt að prenta í þrívídd.
-
Innanhúshönnun – Húsgögn og borðbúnað er hægt að prenta í þrívídd.
-
Vöruhönnun – Bílar, síma og önnur farartæki er hægt að prenta í þrívídd.
-
Listaverk – Skúlptúrar, innsetningar, leikmunir og fleira.
-
Menntun – Leikir og leikföng.
-
Læknisfræði – Bein í þrívídd, tannréttingar, gervilimi, mjúka vefi.
Listinn heldur áfram og áfram.
Hvar er hægt að finna þrívíddarmódel
-
Þú getur búið til þitt eigið þrívíddarmódel sjálf/ur með að því nota ókeypis hugbúnað eins og 3D Slash, TinkerCAD, Google SketchUp, Meshmixer, Sculptris, Blender og Fusion 360.
-
Þú getur fundið tilbúin þrívíddarmódel á vefsíðum eins og yeggi.com, thingiverse.com og grabcad.com.
-
Við getum búið það til fyrir þig. Skrifaðu okkur bara eða hringdu og segðu okkur af hugmyndinni þinni og við munum gera allt sem í okkar valdur stendur til að glæða hugmynd þína lífi.